Um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi fær kaupandi staðfestingu og kvittun á netfang sitt.
Almenn verðskrá Lagningar er eftirfarandi:
Gjöld vegna bílastæðaþjónustu:
Gjöld vegna viðbótarþjónustu:
Kaupandi ber ábyrgð á því að réttar upplýsingar komi fram við kaup.
Endursala stæðaleigu sem og þjónustu Lagningar með hagnaði fyrir kaupanda eða þriðja aðila er óheimil.
Allar greiðslur fara í gegnum viðurkennda greiðslugátt hjá Saltpay.
Endurgreiðsla fæst samþykkt ef beiðni berst til Lagningar meira en 12 tímum fyrir settan komutíma bifreiðar.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
ÁbyrgðarmálBílastæði Lagningar er afgirt og þar er starfsemi allan sólarhringinn og eru bílastæði vöktuð með hágæða myndavélabúnaði. Hvorki farangurskerrur né fríhafnargrindur ganga lausar á bílastæðum Lagningar og því er engin hætta á tjóni af þeirra völdum.
Ef hið ólíklega gerist að tjón hafi sannanlega átt sér stað á meðan bifreið var í umsjá Lagningar, greiðir Lagning sjálfsábyrgð samkvæmt ákvæðum tryggingarskilmála eiganda bílsins. Þetta á ekki við um bilanir eða tjón sem rekja má til náttúrulegrar veðrunnar eða eðlilegrar notkunar bifreiðarinnar að þeim tímapunkti.
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.
Lagning ehf.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Kennitala: 5201212500
Virðisaukaskattsnúmer: 142638