Tryggðu þér stæði

Góð geymsla fyrir bílinn meðan þú ferðast. Njóttu einfaldar og fljótlegrar þjónustu Lagningar

Algengar Spurningar og svör

Hvernig þekki ég starfsmann Lagningar?

Starfsmaður bíður eftir þér við inngang Leifsstöðvar brottfaramegin, þar sem farþegum er skutlað í flug. Þegar þú svo lendir, bíður þín starfsmaður Lagningar fyrir framan inngang brottfara.

Hvað ef ég er ekki með upplýsingar um heimkomu?

Það eru margir sem skella sér á flugferð aðra leið. Um leið og þú veist hvenær þú ætlar að koma aftur hefurðu samband við okkur í síma 778-5999 eða tölvupósti [email protected] og gefur okkur upp flugnúmer. Við erum á vakt allan sólarhringinn.

Hvað ef það eru seinkanir á brottför eða heimkomu?

Ef seinkun á flugi er innan þriggja tíma þá þarftu ekki að tilkynna okkur það. Við erum að fylgjast með flugnúmerinu þínu. Ef seinkun fer framyfir þennan tíma er vissara að láta okkur vita í símtali eða í vefpósti.

Hvar er bíllinn minn á meðan ég sóla mig á Tene?

Bíllinn þinn verður staðsettur í um 6 km fjarlægð frá flugstöðinni á afgirtu bílastæði í umsjá íþróttafélaganna á Suðurnesjum. Starfsemi er þar allan sólarhringinn og stæðið er vaktað með myndavélakerfi. Með því að versla við okkur styrkir þú því í leiðinni íþróttaiðkun á Suðurnesjum.

Get ég pantað stæði fyrir bílinn með litlum eða nær engum fyrirvara?

Við tökum á móti öllum viðskiptavinum með glöðu geði og mælum allajafna með því að bóka stæði á vefsíðunni okkar. Ef þú þarft hins vegar að panta stæði hjá okkur samdagurs skaltu endilega bjalla í okkur í síma 778 5999. Við getum tekið á móti pöntunum með allt niður í 5-10 mínútna fyrirvara.

Hvað ef áætlanir mínar breytast, hvort sem er við brottför eða við komu?

Við erum á vakt allan sólarhringinn og svörum í síma ef það er eitthvað. Þá höldum við mjög nákvæma skrá yfir tímasetningar og breytingar á þeim. Einnig geturðu sent okkur tölvupóst á [email protected] um breytingar á flugi. Ef flugnúmer breytist skaltu senda okkur upplýsingar um nýjan komutíma og nýtt flugnúmer svo við getum fylgst með komu þinni.

Er bíllinn öruggari hjá ykkur en t.d. á bílastæði Leifsstöðvar?

Bílastæðin okkar eru afar örugg og er lámárks áhætta á tjóni. Bílum er lagt skilvirknislega af fólki með reynslu sem hurðar aldrei. Hvorki farangurskerrur né fríhafnargrindur ganga lausar á bílastæðum okkar og því er engin hætta á tjóni af þeirra völdum.

Þarf ég að bíða eftir bílnum þegar ég lendi?

Nei, allajafna ekki. Við bíðum eftir þér og bíllinn er tilbúinn til brottfararmegin við Leifsstöð. Við erum með upplýsingar um flugið þitt og fylgjumst með því hvenær flugvélin lendir. Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir skaltu ekki hika við að hringja í okkur í síma 778-5999. Við erum mjög vinaleg.